Velkomin á Reykvélina

Heil og sæl og velkomin á þessa glænýju vefsíðu Reykvélarinnar.
Reykvélin er sett á laggirnar af útskrifuðum, sem og núverandi nemum, í Leiklistarfræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Hér mun fara fram opin, frjáls og fagleg umræða um íslenska (og stundum erlenda) sviðlist.
Reykvélin er vettvangur fyrir alla sem tengjast íslenskri sviðslist. Öllum er frjálst að senda inn greinar, ritgerðir, hugleiðingar, gagnrýni, hrós, eða hvaðeina sem ykkur liggur á hjarta varðandi sviðslistir á reykvelin@gmail.com.
Það er okkar von að hér fari fram lífleg skoðanaskipti og umræða um þennan sviðlistaheim okkar Íslendinga.
Við hvetjum fólk til að vera virkt í skrifum, enda hefur opinber umræða verið heldur dauf undanfarin ár. Það erum við listamennirnir sem sköpum okkur eigin starfsumhverfi og það er skylda okkar að hefja upp raust ef við höfum eitthvað um fag okkar að segja, því þar sem ríkir þögn verður aldrei nein framþróun.
Það var öllum ljóst sem sátu málþing Grósku í Tjarnarbíói nú í haust að fólk hefur nóg til málanna að leggja en vettvanginn hefur vantað. Hjálpið okkur (og þar með ykkur sjálfum) að búa til lifandi vettvang fyrir umræðu um þessa listgrein sem okkur þykir öllum svo vænt um.
Nú þegar er kominn inn pistill frá Sigtryggi Magnasyni um íslenska leikskáldið, ritgerð frá Völu Höskuldsdóttur um viðtökur íslenskra gagnrýnenda á framúrstefnuleikhúsi, innanbúðarskýrsla frá Árna Kristjánssyni um vinnuna í Útvarpsleikhúsinu og viðtal við Ragnheiði Skúladóttur og Magnús Þór Þorbergsson um upphaf leiklistarfræði og framkvæmdar við LHÍ. Hægt er að nálgast þessi skrif með því að smella á viðeigandi flipa hér við hliðina, ásamt því að smella á linkana. Von er á meira efni á næstunni, þannig að fylgist með.

Fyrir hönd ritstjórnar Reykvélarinnar,

Heiðar Sumarliðason

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s