Afmælisveisla í uppnámi?

Velgengni Baltasars Kormáks í Hollywood hefur ekki farið framhjá neinum á Íslandi. Nýjasta mynd hans, Contraband, halar inn milljarða og tilboðin streyma vafalítið inn hjá leikstjóranum. Baltasar átti hins vegar að leikstýra Afmælisveislunni eftir Harold Pinter í Þjóðleikhúsinu en nú hafa menn áhyggjur af því að fresta þurfi frumsýningu verksins, sem var áætluð í mars, vegna anna hjá leikstjóranum. Enda hefur enginn íslenskur listamaður náð öðrum eins árangri í borg draumanna og ekki nema eðlilegt að Baltasar Kormákur fylgi velgengni sinni þar eftir.

Af heimasíðu Þjóðleikhússins

Afmælisveislan er fyrsta leikrit Harolds Pinters (1930-2008) í fullri lengd. Það var frumflutt árið 1958 og þykir tímamótaverk í leiklistarsögunni. Leikritum Pinters hefur verið lýst sem “gamanleikjum ógnarinnar” en þau einkennast af afar frumlegum og óvægnum húmor.

Baltasar Kormákur tekst nú á við eitt vinsælasta leikrit Harolds Pinters, ásamt nokkrum af þeim leikurum sem átt hafa þátt í að skapa rómaðar sýningar hans hér í Þjóðleikhúsinu á liðnum árum.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s