Málþing um tilgang leikhússins

 Ragnar Ísleifur Bragason í Sýningu ársins eftir 16 elskendur.

Reykvélin vill vekja athygli á málþingi á vegum 16 elskenda í samvinnu við Listaháskóla Íslands, laugardaginn 24. mars milli tvö og fimm í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu. Tilefnið er útgáfa sviðslistahópsins 16 elskenda á skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir hópinn og lá til grundvallar Sýningar ársins.

Hér má heyra viðtal við Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur og Brynju Björnsdóttur, meðlimi hópsins, í Víðsjá.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

14:00
Auður Magndís Leiknisdóttir frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og höfundur skýrslunnar kynnir helstu niðurstöður.
Magnús Þór Þorbergsson, fagstjóri námsbrautarinnar Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands – „Hvernig veit ég hvað ég vil?“ Vangaveltur um langanir, smekk og unnendur (sannrar) leiklistar”

15:00 Kaffihlé

15:20
Pallborð: Til hvers búum við til leikhús?
Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleihússins
Friðgeir Einarsson, 16 elskendur
Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhússtjóri
Salka Guðmundsdóttir, leikskáld og leiklistargagnrýnandi Víðsjár
Steinunn Knútsdóttir, deildarstjóri leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands

Hægt er að kaupa bókina á „Sýningu ársins“ og á málþinginu.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s