Íslensk Grimms ævintýri í Sviss

Í kvöld verður leikritið Grimm – ævintýraferðalag eftir Þorleif Örn Arnarsson og Verenu Rossbacher frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Luzern í Sviss. Verkið er byggt á Grimms ævintýrunum sem allir þekkja en 200 ár eru síðan Grimms bræðurnir söfnuðu ævintýrunum saman og gáfu út á prenti.

Skáldkonan Verena Rossbacher leggur til texta sem notaður er á ýmsa vegu í verkinu. Verena er einn af þremur höfundum sem hlutu styrk frá sérstökum leiklistarsjóði í Basel til að þróa sitt fyrsta leikverk og var einnig skáld leikhússins í Luzern í ár.

Fleiri Íslendingar koma að verkinu. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Símon Birgisson um tónlistarstjórn. Sviðsmyndin er eftir Vytautas Narbutas. Þessi sami hópur setti upp Pétur Gaut í Borgarleikhúsinu í Luzern á síðasta ári en það verk er væntanlegt til Íslands og verður sett upp í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Listahátíð í ár.

Reykvélin birtir hér myndir úr sýningunni þar sem Grimms ævintýrin eru teygð og toguð – líkt og venjan er hvort sem ævintýrin dúkka upp í Disney myndum, Hollywood eða sem nætursögur fyrir svefninn.

Vonda stjúpan.
Jürg Wisbach í hlutverki konungsins

Hasar hjá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Persónur úr Grimms ævintýrunum í Toy Story gervi
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s