Nýtt verk Íslenska dansflokksins

Þann 5. október næstkomandi mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna verkin Hel haldi sínu og It is not a Metaphor á Stóra sviði Borgarleikhússins. Verkin eru mjög ólík og munu áhorfendur upplifa skemmtilegar andstæður þar sem dans, tónlist, myndlist og aðrar listir sameinast í því að næra skilningarvit áhorfandans.

Hel haldi sínu er eftir franska danshöfundinn Jérôme Delbey. Hann hefur samið fjölmörg verk sem sett hafa verið upp meðal annars af Gautaborgar dansflokknum og Scapino dansflokknum í Rotterdam, og hafa verkin unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi. Jérôme leitar innblásturs í norrænu goðafræðin og fjallar verkið um sköpun og endalok heimsins út frá gömlu norrænu trúarbrögðunum. Jafnframt því að semja dansinn hannar Jérôme leikmynd og búninga. Tónlist verksins er Vier letzte Lieder eða Fjögur síðustu ljóð eftir Richard Strauss sem fjalla um árstíðirnar og hina eilífu hringrás lífs og dauða. Einnig hljómar tónlist Önnu Þorvaldsdóttur í verkinu.

It is not a metaphor er eftir Cameron Corbett en hann er einn reynslumesti dansari Íslenska dansflokksins og hefur starfað hjá flokknum síðan 1997. It is not a metaphor mun færa áhorfandann til fortíðar og sækja innblástur í hin ólíku þemu og listabylgjur sem komu fram á tuttugustu öldinni. Tónlistin er í höndum Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara en hún flytur tónlist John Cage á „prepared“ píanó. John Cage er talinn eitt áhrifamesta tónskáld Bandaríkjamanna á tuttugustu öldinni og átti stóran þátt í þróun nútímadansins. Til að heiðra minningu John Cage á 100 ára afmæli hans bað Íslenski dansflokkurinn Cameron um að semja dansverk við tónlist hans. Cameron hefur áður samið verk sem hafa verið sett upp af Íslenska dansflokknum og hann er einn af stofnendum Reykjavík Dance Festival.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s