Sublimi frumsýnir nýtt íslenskt verk í Danmörku

Þann 24. október næstkomandi mun hinn nýstofnaði íslenski sviðslistahópur Sublimi frumsýna nýtt íslensk verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum.

Verkið ber nafnið Hyldýpi. Í verkinu er leyndardómum sálarinnar líkt við afgrunn undirdjúpanna. Verkið er ferðalag ofan í ókannað djúp sem vefur saman tónverkum og texta, skrifað af Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur með aðstoð Leifs Þórs Þorvaldssonar. Ragnheiður kemur fram í sínu eigin verki ásamt tónlistarmönnunum Alberti Finnbogasyni og Þórði Hermannsyni en þeir eru meðlimir hljómsveitarinnar Heavy Experience sem hefur nýverið gefið út sína fyrstu breiðskífu Slowscope.

Dagskrá um eldingar var útskriftarverk Ragnheiðar úr Listaháskólanum vorið 2011. Það hlaut athygli erlendra hátíðahaldara þegar það var sýnt á Lókal sem hluti af Up&Coming. Þeir báðu hana um að semja nýtt verk fyrir komandi ár. Niðurstaðan er Hyldýpi. Í kjölfarið á Danmerkurförinni mun hópurinn ferðast til Finnlands og sýna á sviðslistahátíðinni Baltic Circle í Helsinki. Hópurinn mun sýna verkið heima í Gamla Bíói í byrjun desember og í janúar á Akureyri. Verkefnið hlaut styrk frá Evrópu unga fólksins.

Hyldýpi er fyrsta verk sviðlistahópsins Sublimi, en næsta verk hópsins verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í janúar næstkomandi.

http://www.sublimi.is

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s