Nemendur skrifa um Lókal

Eins og fram kemur hér að neðan hófst leiklistarhátíðin Lókal í gær. Hátíðin hefur stimplað sig rækilega inn á nokkrum árum og hefur saman með Reykjavík Dance Festival gert síðustu vikuna í ágúst að einum mest spennandi tíma leikársins, í raun áður en það byrjar.  
Í ár er boðið upp á valnámskeið í sviðslistabraut LHÍ um umfjallanir og gagnrýni og er unnið út frá þeim sýningum sem sýndar verða á Lókal. Markmiðið er að gera tilraunir með form umfjallana og reynt að finna möguleika á því að dýpka umræðu um sviðsverk út frá samfélagslegu samhengi þeirra. Nemendurnir eiga að skrifa um verk að eigin vali út frá spurningunni: „Af hverju þetta núna?“ og verða skrifin birt hér á Reykvélinni í næstu viku að hátíðinni lokinni. Á meðan hátíðinni stendur birta nemendurnir stuttar bloggfærslur þar sem þeir velta vöngum yfir því sem þeir sáu það kvöldið. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Karl Ágúst Þorbergsson, sviðslistamaður. 
Það er okkar von að vel verði tekið í þessa litlu tilraun og að hún bæti við þá leiklistarumræðu sem nú er til staðar. 
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s