Hvernig á maður að haga sér?


Hvað á þýskur leikhúsmaður að gera í kringum 1940 þegar hann er eftirlýstur af nasistaflokknum og hefur verið á flótta í sjö ár? Í borgum Evrópu geisar styrjöld og hann bíður eftir áritun til Ameríku, til Hollywood. Hvernig væri að setjast bara að í Múmíndal í nokkur ár? Fá sér amerískt kaffi og bláber, semja leikverk með vinkonu sinni og slappa af í sánu þess á milli, má það? Er hann að sniðganga raunveruleikann? Má hann hafa það gott? Gera það besta úr stöðunni og hafa það bara svolítið gaman og næs? “Fokkit”?

Þráum við ekki öll nákvæmlega þetta í dag þrátt fyrir það hversu upplýst við erum og reynslunni ríkari? Þrátt fyrir allar landssafnanirnar og styrktarlínurnar? Er ekki bara næs að Íslendingar versli að meðaltali 34 Range Rovera á mánuði? “Ég bara verð aðeins að komast til útlanda í smá sól!” og við kaupum okkur föt sem þrælar í útlöndum saumuðu? Ekki kaupa appelsínur frá ísrael, fáum okkur samt mangóið sem 7 ára barn lét lífið við að tína. Kaupum súkkulaðibrosið-molann með kaffinu en lesum ekki fréttirnar frá Bagdad. Hlaupum í maraþoninu, söfnum ég veit ekki hvað mörgum milljónum fyrir góðgerðarmál en sprengjum svo sömu upphæð í loft með 3 tonnum af flugeldum um kvöldið. Erum við að sniðganga veruleikann? Má þetta?
Það er bara svo fallegt að horfa á flugeldana. Það er svo ógeðslega gott að borða mangó. Ef þú flokkar ekki deyjum við öll.
Hvað á maður að gera og hvernig á maður raunverulega að haga sér í heimi sem er í stöðugu stríði?

Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s