Þú ert pínulítill kall, nema þú takir á honum litla þínum


Undirritaður sat námskeið Friðgeirs Einarssonar, I am the Master, í stofu 220 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar útskýrði Friðgeir fyrir áhorfendum, á ensku, hvernig heilinn okkar virkar með hjálp Ragnars Ísleifs Bragasonar, aðstoðarmanns. Samkvæmt Friðgeiri, sem notast við kenningar Dr. Pointers, er hægt að skipta heilanum í tvennt: duglegi heilinn annars vegar og lati heilinn hins vegar. Lata heilanum líkir Friðgeir við lítinn kall, sem tekur stjórnina þegar öll ljós eru kveikt en enginn heima, nema litli kallinn. Litli kallinn stjórnar því sem við gerum í „hugsunarleysi“. Litli kallinn er latur og honum finnst gott að hanga á Facebook, taka smálán og kaupa sér enska boltann á meðan duglegi heilinn sefur værum svefni.

Af hverju litli kall núna? Erum við of löt til þess að hugsa áður en við framkvæmum? Er litli kall víða? Getur verið að við látum hann ákveða fyrir okkur? Hver er það sem stjórnar litla kallinum ef við getum það ekki sjálf? Rétt upp hönd sem á iPhone. Er þessi sýning gerð til þess að vekja fólk til meðvitundar um einn stærsta kvilla samfélagsins, leti mannsins til þess að hugsa? 

Ólafur Ásgeirsson.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s