Skilin milli aðgerða og aðgerðaleysis


Aftökur eru almennt taldar hræðilegar og ómannúðlegar í okkar samfélagi. Í Skandinavíu og flestum vestrænum ríkjum eru aftökur bannaðar en á því eru þó nokkrar undantekningar. Til að mynda eru nokkur ríki Bandaríkjanna sem enn leyfa aftökur líkt og sviðslistamaðurinn Juha Varkeapää minntist á í sýningu sinni Executed Stories. Verki sem segir einmitt frá aftökum í sínum margvíslegu myndum. Sýningin var tæplega tveir og hálfur tími án hlés og sagði Juha áhorfendum sögur af fólki sem hefur verið tekið af lífi, aðferðum sem hafa verið notaðar til þess og einnig frá böðlunum sjálfum.

Juha Valkeapää.

Til að byrja með hlustar áhorfandinn á sögurnar og fer ósjálfrátt að leggja dóm á hver hafi átt það skilið, hvort böðlarnir séu ómennskir fyrir að vinna þetta starf, eða hvort þetta hafi verið þeirra eina von um starf. Hann bendir áhorfandanum á að þótt við búum ekki í landi þar sem aftökur eru leyfðar séu þær þrátt fyrir það greipaðar í menningu okkar.
Eftir því sem á sýninguna leið velti ég fyrir mér hvort ég hefði ekki bara getað opnað fartölvuna mína og lesið allar aftökusögurnar á Wikipedia í stað þess að horfa á sýninguna. Því allt voru þetta sögulegar staðreyndir sem, eins og sviðslistamaðurinn sagði sjálfur, hann fann á fyrrnefndri heimasíðu. Fljótt áttaði ég mig þó á að þessi sýning hafði stærri tilgang en svo að ég hlustaði á þessar sögur og yrði svona andskoti vel að mér í sögu aftakna. Spurningin sem listmaðurinn lét áhorfandann spyrja sig var; hver er í raun vondi karlinn? Hvar liggur ábyrgðin? Hver er það sem í raun leyfir það að maður sé drepinn fyrir aðgerðir sínar og ákveður að samfélagið sé dómbært á hver fær að lifa og hver á að deyja? Er það dómarinn eða lagakerfið? Er það ríkistjórnin sem var við lýði þegar lögin voru sett, eða er það hinn almenni samfélagsþegn sem leyfir í sínu aðgerðarleysi eða afstöðuleysi að þessi lög séu gild?

Wikipedia leikhús?

Með langri sýningu sem hafði mjög hægt tempó setti Juha áhorfandann í þá stöðu að hann neyddist til þess að horfast í augu við aftökurnar og að þær eru eða voru samþykktar af samfélaginu öllu. Einnig tekur hann sjálfboðaliða úr salnum og setur þá í hlutverk böðla sem taka brúður af lífi með aftökuaðferðum sem notast hefur verið við í gegnum tíðina. Með þessu gerir hann áhorfandann samsekan í aftökunni hvort sem það var fólkið sem bauð sig fram eða þeir sem horfðu á.
Í einu atriðinu fjallaði hann um að fólk sé grýtt til dauða í miðausturlöndum fyrir hina ýmsu hluti. Hann tók upp poka fulla af samankuðluðum dagblöðum sem höfðu verið hnoðuð þannig að þau mynduðu hina réttu stærð af steinum til að grýta dúkinn sem átti að vera manneskja. Hann bauð öllum í salnum að koma og prufa að kasta steini. Á sýningunni sem undirrituð sat stóð enginn upp og vildi taka þátt. Spennan var mjög mikil og loftið rafmagnað meðan áhorfendur biðu þess að útséð yrði um hvort einhver stæði upp og ég var alveg tilbúin að dæma þá manneskju mjög hart yrði einhver tilbúinn að taka upp stein og kasta. En þá áttaði ég mig á því að ég myndi dæma manneskjuna en ég myndi ekki stoppa hana. Er ég þá ekki líka samsek? Ég held að allir gerist sekir um þetta á hverjum degi, að sitja aðgerðalausir hjá sem hljóðlausir áhorfendur meðan ýmiskonar ofbeldi líðst í samfélaginu.
Munurinn á þessu atriði og öðrum þar sem fólk m.a. reif í sundur brúðu og tók þátt í að hengja brúðu er sá að Juha bað um ákveðið marga sjálfboðaliða í hvort skiptið en gaf þeim ekki valið um hvort aftökuaðferðin yrði prófuð og bauð fólk sig fram af illri nauðsyn til að sýningin héldi áfram.

Ein möguleg aftökuaðferð.
            
Um leið og hann sagði sögur glæpamanna og böðla raðaði hann myndum af þeim upp á tjald og voru myndirnar þesslegar að það var eins og hann væri að raða fjölskyldumyndum á vegg. Þannig verða myndirnar og sögurnar af þessu fólki persónulegri og þessi aðferð færir mann á einhvern hátt nær fólkinu. Myndirnar verða manneskjur og persónugerast í huga manns og þær sögur sem voru hvað hræðilegastar höfðu öðlast andlit. Áhorfendum var gert að gera sér grein fyrir því að allt þetta fólk voru borgarar í samfélagi sem samþykkti að það væri tekið af lífi, eða að samfélagið sem heild tæki fólk af lífi.
Spurningarnar sem vöknuðu á meðan sýningunni stóð yfirfærði ég einnig á önnur samfélagsleg vandamál. Ég horfi á fréttirnar og hugsa með mér hvað þetta sé hræðilegt en skipti svo yfir og horfi á Friends með glöðu geði og hlæ vandamálin í burtu. Er aðgerðarleysi það sama og að samþykkja vandamálið? Ef ég vil ekki opna myndir af efnavopnaárásum í Sýrlandi er ég þar með að segja að ég sé með árásaraðilunum í liði? Eða er það leið okkar til þess að lifa af í heimi styrjalda, ofbeldis og ógeðs.

Mel Gibson tekinn af lífi.
            
Ég spyr mig þó hvort þessar hugleiðingar hefðu ekki líka kviknað þrátt fyrir að ég þyrfti ekki að skrifa um sýninguna hér á Reykvélinni. Þessi togstreita milli aðgerða og afstöðuleysis er mér ofarlega í huga á hverjum degi og það ofbeldi og óhugnaður sem þrífst í veröldinni er fyrir allra augum hverja einustu stund í fréttamiðlum og á samskiptasíðum. Því held ég að sýningin sjálf hafi í raun ekki bætt neinu við og verð ég því að segja að ef ég hefði flett upp á aftökuaðferðum á Wikipedia eða farið á Facebook og fengið boð um að útrýma óréttlæti í heiminum með einu læki, þá hefðu líklega sömu tilfinningar og spurningar vaknað.

 Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s