Benedikt Árnason fallinn frá

Image

Einn af okkar allra afkastamestu leikstjórum, Benedikt Árnason, lést 25. mars síðastliðinn, 82 ára að aldri. Benedikt stundaði leiklistarnám við Central School of Speech and Drama í London. Eftir heimkomu vann hann fyrst um sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en hélt fljótlega upp í Þjóðleikhús, þar sem hann starfaði sem leikari og leikstjóri. Enginn leikstjóri hefur sett upp jafn margar sýningar í Þjóðleikhúsinu og Benedikt. Á ferilsskránni eru uppfærslur á verkum á borð við Lés Miserables, My Fair Lady og Hamlet.

Benedikt lét heilsubrest og aldur ekki stoppa sig frá því að sinna ástríðunni. Hann leikstýrði sinni síðustu sýningu, Hvílíkt snilldarverk er maðurinn, 79 ára gamall árið 2011. Um var að ræða einskonar yfirlitssýningu á helstu einræðum eftir William Shakespeare. Þar leikstýrði hann Sigurði Skúlasyni í Þjóðleikhúskjallaranum í gegnum helstu gullmola erkiskáldsins enska.

Erna Geirdal, er eftirlifandi eiginkona Benedikts. Synir Benedikts eru Einar Örn og Árni.

Morgunblaðið tók ítarlegt viðtal við Benedikt árið 2007, þar sem hann sagði frá viðburðaríkri ævi sinni. Hægt er að lesa það hér:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=285944&pageId=4173959&lang=is&q=Benedikt%20%C1rnason

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s