Dagur 1: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni

Fyrsti dagur Edinburgh Fringe.

Forsýningar berjast um athygli áhorfenda og hylli gagnrýnenda. Heimamenn anda djúpt og minna sig á að innreið „London leiklistarpakksins“ tekur enda eftir þrjár vikur.

Eftir að hafa farið yfir helstu flóttaleiðir borgarinnar og sagt ‘excuse me’ með hæfilega mikilli fyrirlitningu til að hrekja nokkra grunlausa vegfarendur úr vegi er ég komin í Fringe hugarfarið, tilbúin í tuskið. Hljómar eins og ég hafi umbreyst í Disney illmenni en raunin er sú að án þess að byggja upp nokkra varnarveggi verður erfitt að lifa næstu þrjár vikurnar af.

Borgin hefur án djóks stökkbreyst í eitt stórt auglýsingaskilti og hver kústaskápur er nýttur sem svið.

Andrúmsloftið er þrungið fyrir-sýningarspennu og fyrir-hátíðargremju. Sjálf er ég í fríi í dag, fyrir utan að vera á leið á fyrstu sýninguna mína sem gagnrýnandi fyrir Edinburgh Spotlight. Bianco er sirkus sýning eftir No Fit State hópinn. Sýningin var hluti af hátíðinni í fyrra og hlaut ágætar móttökur. Í ár er ljóst að eftir að hafa pússað sýninguna til er ætlun þeirra að taka Edinborg með trompi í ár. Best að drekka nokkra fría drykki og setja upp gáfulegan svip

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s