Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni

7. og 8. ágúst get ég ekki meira leikhús. Sef út á fimmtudag og mæti svo í vinnu. Við á ‘næturvaktinni’ erum að verða fínustu pallar. Jöplum á kexi og ræðum list milli þess að gefa öðrum passa að listinni. Eins og gengur.

Á föstudag á ég miða á tvær sýningar. Langar að sjá þær báðar. Get hinsvegar ekki fengið mig til að fara frammúr. Kærastinn sendir mig út að borða steik og salat og súkkulaði mjólkurhristing. Sjálfur er hann að labba um eyjar utan við Shetland. Kemur í ljós að hann hefur rétt fyrir sér, ódýr steik á Taste of Italy og karamellu og hnetu gelato er nákvæmlega það sem ég þarf. Kaldhæðið háð á stand-up-i og existential einleikur um sjálfsmorð og karlmennsku eru mér ofviða.

Eyði klukkustund að veltast um National Gallery milli allraþjóðakvikinda. Finn frið um stund þar sem ég dáist (enn og aftur) að snilli Monet og Degas, Pissarro og Rembrandt en fæ svo rosalega innilokunarkennd og brýt mér leið út. Salur eftir sal, hundruðir ára af pensilstrokum og brjóstmiklum konum, grænum hæðum og gylltum römmum renna saman í eitt stórt impressionískt litahaf þar sem ég vík mér undan þýskum fjölskyldum og kóreskum skólahópum.  Loksins kemst ég aftur undir beran himinn, lít upp og léttir óskaplega þegar regnið fellur á andlit mitt. Ferðamennirnir flýja inn í verslanir en ég nýt þess að eiga stígana í gegnum Princes Gardens svo til ein. Vaktin er löng en notaleg. Kærastinn hittir mig eftirá og við fáum okkur nokkra á nálægri krá. Mér líður eins og eðlilegum samfélagsþegn, hef unnið vinnuvikuna og á tvo daga eftir enn. Með öðrum orðum hef ég, venjulega aumur og blankur listamaðurinn, unnið fyrir bjórnum til tilbreytingar. Skál.

Í dag hef ég séð tvær sýningar, Horizontal Collaboration og Cuckooed. Sú fyrri er ágæt á pappír en vandasöm í praxís. Verkið er byggt upp af vitnisburðum á uppskálduðum réttarhöldum yfir Judith K. Maður hennar leiðir uppreisn gegn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í heimalandi þeirra í Afríku.  Þegar hann er sprengdur í loft upp fellur það í skaut hennar að leiða andspyrnuna. Fjórir nýir leikarar lesa vitnisburðina dag hvern og vita ekki, líkt og áhorfendur, hvað gerist. Þetta er kostur og galli. Dramatík verksins fellur oft flöt vegna látlausra tilburða leikaranna en tilfinning fyrir formlegum réttarhöldum er sterk. Hvað söguna varðar þá er hún ágætlega skrifuð. Það kemur þó alltaf illa við mig þegar hvítir karlmenn frá vesturlöndum segja sögur af ættbálkum Afríku (og því sem þar telst heiður, réttlæti, etc). Það er einnig annkanalegt að vita af hvítum karlmanni skrifandi lýsingar svartrar ungrar þjónustu stúlku af því hvernig diplómatar nauðga henni.

Cuckooed er hinsvegar frábær. Mark Thomas segir frá eigin reynslu af því að verða fyrir barðinu á njósnara. Njósnarinn Martin þóttist vera vinur hans og virkur aktivisti í samtökum gegn breskum vopnasölum sem Mark hefur lengi verið meðlimur í. Eftir sjö ára vináttu er hulunni lyft af blekkingu Martins og Mark situr eftir með sárt ennið. Mark segir söguna af mikilli snilld og einstökum húmor en leyfir áhorfendum þó að sjá sársaukann á bakvið glensið af og til. Undir lokin finnst manni maður sjálfur hafa verið svikinn og minnist þess að njósnir eru ekki aðeins vandamál aktivista heldur allra í samfélagi snjallsíma, tölvupósta og öryggismyndavéla. Þarf það að vera vinur okkar sem njósnar til að okkur finnist einkalíf okkar vanhelgað?

Að því sögðu ýti ég á send á gmail og melda innsendinguna á Facebook. Helvítis fokking fokk og allt það.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s