Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni

Ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe…

Í tvo daga (10. og 11. ágúst) reyni ég að kyngja pirringnum og kæfa öskur (FARIÐ BURT!) á leið minni um borgina. Við kærastinn, staðráðin í því að sjá eitthvað skemmtilegt reynum að  komast hjá því að ákveða neitt og plönum að detta bara um sýningu. Förum út bæði kvöldin á líklega staði en allt sem er í boði lítur annaðhvort hrikalega út, kostar morðfjár eða er búið/ byrjar ekki fyrr en um 23.00. Í stað listrænna upplifanna finnum við kraðak og innilokunarkennd. Í stað spontant ævintýra fulla túrista. Ég ákveð því frekar að fara í klippingu, panta borð á stað sem ég hef lengi haft áhuga á að prufa og dusta rykið af nokkrum fallegum kjólum þrátt fyrir slæmt kvef. Fuck the Fringe. Við skemmtum okkur konunglega.

Eyði mánudeginum við klippingu á Víðsjár pistli um Edinburgh International Festival og kvöldinu í valkvíða-gremju. Finnst ég verða að sjá eitthvað á frídeginum mínum. En hvar byrjar maður þegar 3600 sýningar eru í boði? Horfi á gríðarlegt magn af Archer í staðinn. Fuck it.

Það nagar mig samt samviskubit. Afhverju er ég ekki á 5 sýningum á dag? Tilhugsunin ein er sligandi, vinnudagurinn hefst klukkan 7.45 hvern dag næstu vikuna og ég sofna ekki fyrr en um tvö á nóttunni. Og ég er með kvef. Í það minnsta er hárið á mér í lagi. Hugga mig við það.

Miðvikudaginn 12. ágúst er ég send heim úr vinnunni snemma. Röddin mín er næstum farin og það er fullmannað án mín, svo ég er sátt við ákvörðun þeirra að gefa mér frí. Fríið nota ég til að hoppa inn á daglegt tæknirennsli á innsetningunni HUFF. Ein höfunda sýningarinnar leiðir okkur í gegnum herbergi eftir herbergi sem hvert á sinn máta segir söguna af grísunum þremur. Innsetningin er falleg og húmorísk, með sérgerðum snyrtivörum fyrir grísi, múrstein á fleygiferð innan örbylgjuofns, tveggja lítra flösku af stressi, rúmi með sérsmíðuðum draumum og fleiri mismunandi myndgervingum af upplifuninni af því að vera í húsi sem er verið að feykja um koll. Nokkur tæknileg atriði virka ekki þennan morguninn en ég er engu að síður mun ánægðari með lífið þegar út er komið. Barnaleikhús fyrir fullorðna er best. Duran Duran spilar í hausnum á mér ‘I’m on a hunt down after you… and I’m hungry like a wolf…’ Bros allan hringinn.

Ég þarf þó að taka á honum stóra mínum þegar ég arka í gegnum Royal Mile í átt að St. Giles Cathedral.

Ég hugsa:
Ef þú ert í vegi fyrir gangandi vegfarendum þá máttu fara í rassgat.
Ef þú hvetur fólk til að standa í vegi fyrir gangandi vegfarendur máttu fara í rassgat.
Ef þú ert með græjur sem búa til hávaða úti á götu máttu fara í rassgat.

Og svo framvegis.

Þegar ég kem loks inn í kirkjuna er ég komin með morðstöru. Falleg bæn handa þeim sem eru á stríðshrjáðum stöðum um allan heim og stressað bros frá mínum manni fá mig til að gleyma skarkalanum fyrir utan á augabragði. Hann er að spila einsamall í annað skiptið á ævinni og taka upp afraksturinn á heljarinnar græjum. Ég er stressuð fyrir hans hönd, vil að gestir kirkjunnar hætti að setja klink í söfnunarbaukana og smella af myndum. En hann stendur sig vel.  Hjúkk.

Eftir frábæran löns á Outsider stekk ég heim. Fer svo á sýningu Black Dingo á Miss Julie í Scottish Storytelling Centre. Sýningin er falleg, skosk útgáfa af verkinu og einblínir á status-baráttu aðalpersónanna og kynferðislega spennu þeirra á milli. Aðlögunin að skosku samfélagi er vel unnin en vantar þó herslumuninn upp á að verkið sé fullunnið í styttri og breyttri mynd. Sviðsetningin er yfirveguð, texti og gjörðir anda vel og leikararnir standa sig með prýði en hefðbundinn hápunktur verksins er flattur út og finnst manni maður eilítið svikinn þegar ljósin eru kveikt.

Ég er raddlaus og banhungruð þegar út er komið. Uppáhalds Pho staðurinn minn er búinn að loka eldhúsinu og tónleikarnir sem ég ætlaði á byrjaðir. Ágætur kínverskur og bjór með vinum kæró er lokapunktur á degi sem hefði líklega verið betur varið undir sæng, allavega hvað heilsuna varðar. Samviskubitið yfir leti seinustu daga er hinsvegar farið.

Fimmtudaginn 14. ágúst fer ég beint úr vinnunni á HUFF, nú með manninn með mér. Barnsleg gleði kemur yfir okkur þó hann sé stúrinn að verk ætlað 8a ára börnum sé ekki nógu ógnvekjandi til að gera hann virkilega hræddan. Það finnst mér fyndið og ég dreg hann um borð á hringekjuna í Princes Gardens. Við skríkjum, kastalinn í baksýn, sítrónukaka í poka og sólin rembist við að lýsa upp daginn (eða kannski var hún bara í huga mér?)

Örmagna en hamingjusöm horfi ég á Buffy þangað til ég sofna á sófanum, meðan hann spilar á Sandy Bell’s.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s