5 hlutir sem ég vissi ekki að ég fílaði fyrr en ég sá Bláskjá

Reykvélin birtir umfjallanir nemenda sviðslistabrautar LHÍ í tengslum við Lókal. Heiðar Vestmann ríður á vaðið með umfjöllun um Bláskjá.

 

1. Ný íslensk leikverk

Þegar ég sá plakatið fyrir Bláskjá í fyrsta skipti þá hugsaði ég “Hvaða virkilega útkeyrða og vansvefta manneskja hjá markaðsdeild Borgarleikhússins var orðin svo uppiskroppa með hugmyndir að hún gaf grænt ljós á þetta?”

1

Þetta er mynd af blárri ruslatunnu. Ég man ekki hvenær ég varð síðast spenntur við að sjá ruslatunnu. Sennilega ekki síðan ég sat einhverntímann á tannlæknastofu og hnerraði allsvakalega beint yfir 10 ára gamla Séð og Heyrt blaðið sem ég var að lesa. Þegar ég sá plakatið fyrir Bláskjá hugsaði ég líka: “Æjæj… þetta er NÝTT íslenskt verk eftir einhvern strák úr MH með úfið hár”. Ekki alveg minn tebolli. Það er ógeðslega dýrt að fara í leikhús og ekki ætla ég að taka sjensinn á því að fara á eitthvað glænýtt verk sem hefur aldrei verið sýnt áður. Nei, ætli það sé ekki best að treysta frekar á gömul legend eins og William Shakespeare og Mary Poppins. Það eru safe bet. Hversu galinn þyrfti maður að vera til að fara á þennan Bláskjá?

2Mynd: Manneskja sem hefur ekki tíma fyrir svoleiðis vitleysu..

Ekki svo galinn! Það er orðið mjög langt síðan ég hef skemmt mér eins vel í leikhúsi og ég gerði á Bláskjá. Hverjum hefði dottið í hug að það væri svona gaman að sjá eitthvað nýtt? Auðvitað ætti maður að vera duglegri við að fara að sjá ný íslensk verk. Maður verður að gefa nýjum leikskáldum sjens á að sanna sig, líka til að þau geti orðið betri með tímanum. Svo átti bláa ruslatunnan bara stórleik í verkinu! Hún átti þó ekki besta leikinn að mínu mati…

 

2. Þessa mögnuðu leikkonu

3

Hún heitir víst Arndís Hrönn Egilsdóttir. Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei séð hana leika áður. En hún var frábær í hlutverki sínu í Bláskjá. Mér finnst stundum eins og allar leikkonur á landinu séu í kringum þrítugt, rosalega sætar og í rugl-góðu líkamlegu formi, svo að maður gæti haldið að þeirra aðaltekjulind væri ekki leiklistin heldur pílates-kennsla. Kannski er það vegna þess að einu hlutverkin sem eru í boði fyrir konur í leikhúsinu eru fyrir ungar, sætar, grannar konur? Ekki misskilja mig – Arndís er mjög falleg kona. En hún sker sig úr þessum pílateskennara-herflokki. Persónan sem hún lék í Bláskjá var djúp en ekki grunn, fór með mig langar leiðir á tilfinningaskalanum og geislaði af einhverskonar hrárri fegurð. Ekki svona fegurð sem er með six-pack og hvítar tennur og getur farið í spíkat, heldur einhvernveginn sjaldgæfari fegurð. Arndís var hrikalega sannfærandi og hrífandi í sínu hlutverki og ég vona að leikskáld nútímans fari að skrifa fleiri hlutverk fyrir konur eins og hana.

 

3. Ekkert hlé

Þegar ég fer í leikhús þá er ég með ákveðna helgisiði sem ég vil ekki að það sé fokkað í. Eins og örugglega flestir leikhúsgestir þá er ég með ákveðinn tjekklista sem ég þarf að fara í gegnum þegar ég mæti á svæðið: Ég þarf að finna snaga fyrir yfirhöfnina mína, sjá annað fólk og láta það sjá mig í fínu fötunum mínum, finna sætið mitt og ná að slökkva á símanum áður en sýningin hefst. Þegar það kemur hlé á sýningunni þá verð ég að ná að hlaupa á klósettið áður en það myndast röð, gera svo þarfir mínar og tímasetja það þannig að þegar ég er búinn á klósettinu þá er röðin í sjoppuna farin að styttast svo að ég nái að kaupa mér appelsín og lakkrís í tæka tíð til að koma mér aftur í sætið áður en sýningin byrjar aftur. Þetta hef ég alltaf gert…

4

Mynd: Leikhúsgestir að njóta hlésins.

Nema hvað að Bláskjár er aðeins 70 mínútur á lengd og það er EKKERT HLÉ.

Ótrúlegt en satt þá lifði ég þessar sjötíu mínútur af án þess að pissa og fá mér appelsín og lakkrís. Það var reyndar bara miklu betra að vera ekki rifinn út úr heimi verksins á miðri leið. Sýningin hélt mér alveg frá fyrstu mínútu og þangað til að ljósin komu upp í lokin. Það hefði bara skemmt fyrir að taka hlé.

4. Hinn nakti karlmannslíkami

Ég myndi segja að ég væri örugglega svona – 99% gagnkynhneigður. Ég er semsagt mjög viss um mína kynhneigð en þori samt ekki að fullyrða að hún sé 100%… ég held að það sé ekki einu sinni hægt að vera 100% viss um svona hluti…

5

“Ég er 100% viss.”

En allavega…

Þessum manni…6

…og þessum manni…7

(og öllu hinu fólkinu á bakvið þessa sýningu)

…tókst að láta mig horfa á þennan mann á bibbanum…

8

…og fíla það í tætlur.

5. Að láta fokka aðeins í mér

Ég er einn af þeim sem vill skilja hvað er í gangi á sviðinu þegar ég fer í leikhús. Ég hef aldrei áttað mig á hvers vegna leikhúsin setja upp sýningar sem eru ekki aðgengilegar áhorfendum. Af hverju að setja upp sýningu sem krefst þess að áhorfandinn hafi lesið allt verkið og þekki vel til skáldsins og að áhorfandinn skuli þekkja allar mögulegar menningarlegar skírskotanir sem koma fram í verkinu? Er það kannski bara gert fyrir fólkið sem þarf að fá staðfestingu á vitsmunalegum yfirburðum sínum?

9

“Ég skildi sko allt í sýningunni.”

Nú hugsa kannski einhverjir: “En mér finnst það svo æðislega gaman þegar ég er einn af fáum í salnum sem skilur verkið almennilega!” Ef þú ert einn af þeim sem hugsar svona þá mátt þú endilega hætta að lesa núna og fara eitthvert að fróa þér á meðan þú semur spurningar fyrir pub-quizið sem þú heldur vikulega á einhverjum bar niðri í bæ.

Ég vil að sýningin tali til mín, þar sem ég sit í salnum með rándýra leikhúsmiðann í hendinni, frekar en að hundsa mig vegna þess að ég er ekki nógu vel lesinn. Er það of mikils að ætlast?

Allavega – þegar ég var í strætó á leiðinni á Bláskjá þá fór ég að kvíða fyrir því að skilja ekki baun í verkinu. Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að Bláskjár yrði bara einhver artí-prump leiksýning sem myndi ekki tala neitt til mín, uppfull af skírskotunum og ádeilum sem ég ætti ekki eftir að skilja né hafa áhuga á. Ég var farinn að sjá fyrir mér að það stæði dyravörður við innganginn á salnum og krefðist þess að ég sýndi honum prófgráðu í einhverskonar leikhúsfræðum áður en ég fengi að fara inn.

Já, ég skal bara viðurkenna það – ég var með fordóma.

10

“Fordómar? Hvað er það nú eiginlega?”

En Bláskjár fokkaði mér görsamlega upp.

Ég hélt að verkið yrði einhvers konar absúrd súpa af ýktum og óraunverulegum karakterum með endalaus læti og prumpubrandara. Ég er með fordóma fyrir absúrd leikhúsi – mér finnst óþægilegt þegar verkið sem ég er að horfa á fylgir ekki hefðbundinni tímalínu í frásögn sinni og þegar allt sem gerist og er sagt er handahófskenndur farsi. Eftir fyrstu 30 mínúturnar á verkinu þóttist ég hafa fengið staðfestingu á þessum fordómum mínum. En svo fékk ég svaka högg í andlitið þegar ég fattaði allt í einu að það var tilgangur með öllu bullinu og að meiningin sem lá á bak við varð mér allt í einu sýnileg.

Persónur verksins léku sér að því að skapa andrúmsloft fyrir áhorfendur, eins og um einhversskonar klikkaðan raunveruleikasjónvarpsþátt væri að ræða. Hvernig þeim tókst að búa til þvílíkt sjónarspil og óútreiknanleika en samt sem áður að byrla manni dulda meiningu er magnað. Í stuttu máli þá átti verkið innistæðu fyrir öllu ruglinu sem það lét mann horfa upp á. Mínir fordómar fyrir óútreiknanlegu leikhúsi gufuðu upp og ég lærði það að stundum er betra að vita ekki endilega hvað er í gangi og hvað á líklegast eftir að gerast næst í verkinu sem maður er að horfa á. Stundum er betra að sleppa taumunum og látta verkið leiða mann inn á óþekktar slóðir.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s