Jón Hreggviðsson – sekur eða saklaus?

Leikhópurinn Kriðpleir sýnir á Reykjavík Dancefestival Síðbúna Rannsókn, verk sem bæði er athugun á kvikmyndaforminu og máli Jóns Hreggviðssonar sem Halldór Laxness skrifaði á sínum tíma um í Heimsklukkunni. Að vissu leyti má segja að verkið fjalli mikið um íslenskan leiklistararf enda Íslandsklukkan sett upp með reglulegu millibili í Þjóðleikhúsinu, yfirleitt sem viðhafnarverk. Sjálfum finnst mér hugmyndin spennandi. Nú á tímum þar sem réttarríkið Ísland er til endurskoðunar í ljósi spillingamála og hugsanlegrar endurtöku á Guðmundar og Geirfinnsmálinu (sem einnig hefur verið skil í leikhúsi) er viðeigandi að endurskoða málið gegn Jóni Hreggviðssyni, morðið á böðlinum og sekt eða sakleysi Jóns sjálfs.
Reykvélin spurði Friðgeir Einarsson nánar út í málið.

Segðu mér aðeins frá verkinu. Er þetta leikrit? Er þetta uppgjör við íslenska dómsmálakerfið eða nóbelskáldið?

Já, þetta er leikrit. Það er byggt upp í kringum sömu persónur og við lékum í bæði Blokk og Tiny Guy. Núna hafa samböndin þróast dálítið og samskiptin eru orðin verulega óheilbrigð. Þessar persónur eru í saman að vinna að kvikmynd um ævi og sakamál Jóns Hreggviðssonar og sýna nokkur myndbrot úr myndinni í sýningunni. Að vissu leyti er reynt að fara framhjá Laxness, segja söguna eins og hún raunverulega gerðist, en eins og persónurnar uppgötva þá er það ómögulegt; efnistök Nóbelskáldsins eru greipt inn í allan lestur á sögunni, bæði þessari sögu og kannski líka öllum íslenskum sögum. Það væri hæpið að fullyrða að við séum með skýran fókus á íslenska dómsvaldið en í gegnum sögurnar sem við segjum, bæði af Jóni H. og persónunum í leikritinu, endurspeglast ákveðinn valdastrúktúr sem er sannur á öllum tímum og fellur aldrei úr gildi. Með þennan valdastrúktúr er leikið á nokkuð gamansaman hátt án þess að hann sé beinlínis í forgrunni. Fyrst og fremst reynum við að miðla ákveðinni sögu og halda dampi í henni. Þetta er saga af Íslendingum, á 17. öld og á 21. öld, sem lenda í dálítið íslenskum aðstæðum, upplifa dálítið íslenska hluti og lenda í dálítið íslenskum aðstæðum.
[Innskot: Hér eru linkar á umfjöllun Reykvélarinnar um verkin Blokk og Tiny Guy.]

Hvað finnst ykkur um að vera að sýna á danshátíð, eða ég ætti kannski að tala um kóreografíu-hátíð? Eruð þið að stela atvinnutækifærum frá upprennandi danshöfundum? Nú er ég reyndar að grínast hálfpartinn, en óneitanlega breytir það lestrinum á sýningunni. (Svo til að gæta sanngirni má nefna að þú hefur tekið þátt í mörgum dansverkum eins og t.d. Húmanímal)

Þetta er spurning sem á rétt á sér. Ég vil byrja á að árétta að skipuleggjendur hátíðarinnar leituðu eftir þátttöku okkar, en ekki öfugt. En þar sem við samþykktum að vera með þá berum við líka ábyrgð. Ég hef reyndar litlar áhyggjur af atvinnuhögum ungra danshöfunda, en því er ekki að neita að sýningin er ekki beinlínis kóreógrafía eða dansverk frekar en önnur leikverk. Það sem mögulega hefur relevans fyrir Reykjavík Dance Festival sem alþjóðlega hátíð, er að íslenska leiklistarsenan og íslenska danslistasenan lifa nánu samlífi og þannig myndar sýningin okkar ákveðinn reffrenspunkt; gefur smakk af því sem er að gerast í íslensku jaðarleikhúsi. Auk þess höfum ég, Ragnar Ísleifur og Tinna (sem sér um leikmyndina) starfað þónokkuð með dönsurum og tekið þátt í uppsetningum danssýninga og danstengdra sýninga, þannig að við erum danssenunni ekki alveg óviðkomandi.

Er eitthvað sem við vitum fyrir víst varðandi Jón Hreggviðsson? Er mikið til af frumheimildum til að vinna með eða eru stórir bútar af ævi hans á huldu. Spurning sem snýr ekki beint að því hvað þið opinberið eða uppgötvið í sýningunni heldur frekar þurri sagnfræði. Hversu mikið má fullyrða og hversu mikið getum við bara skáldað upp?

Sýningin snýst öðrum um þræði um þetta; hvernig er hægt að vita nokkuð fyrir víst um fólk sem var á lífi fyrir mörg hundruð árum, eða hvernig er hægt að vita hvort eitthvað hafi gerst eða hvort eitthvað hafi ekki gerst. Í tilfelli Jóns Hreggviðssonar er til nokkuð meira af gögnum en um meðalmanneskju á þessum tíma, bæði af því að hann var duglegur að láta dæma sig fyrir alls konar vitleysu (og dómarnir voru þá færðir í bækur) og af því að hann þvældist óvenjulega mikið um af bóndadurgi að vera og umgekkst lærða menn. Gleggsta og þekktasta heimild um Jón er væntanlega svokölluð Hreggviðsþula, sem er aftast í Íslandsklukkunni, en hana skrifaði Jón sjálfur og varla hægt að taka henni fyrirvaralaust. Þannig að kannski er ekki hægt að vita neitt með vissu. Og í þessu tilfelli látum við ekki skort á heimildum spilla góðri sögu.

Snæbjörn Brynjarsson
Mynd tekin af Birgi Ísleifi Gunnarssyni.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s