Kristín Eysteinsdóttir í viðtali við Vísi.is

Visir.is birti í dag stutt viðtal við Kristínu Eysteinsdóttur, Borgarleikhússtjóra, þar sem hún fer stuttlega fyrir komandi leikár. Síðasta leikár var nokkurn veginn lagt af fyrrverandi leikhússtjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni, og er þetta leikár því hið fyrsta þar sem áherslur Kristínar skína í gegn. Í því samhengi nefnir hún að sjö ný íslensk verk verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu á árinu. Enn fremur leggur hún mikla áherlsu á að leikhúsið leitist við að svara spurningum sem brenna á samfélaginu og að klassíkin sé ákveðin leið til að tækla þessar spurningar. Hún segir m.a.: 

„Ég er á þeirri skoðun að leikhúsið eigi að spyrja spurninga frekar en að predika. Gott leikhús spyr stórra spurninga en er ekki að búa til svörin heldur lætur áhorfendum eftir að svara. En mér finnst ákaflega mikilvægt að þegar við erum að taka fyrir klassísk verk, eins og við erum að gera talsvert af í vetur, þá sé veitt einhver ný sýn á verkið. Þannig að við spyrjum okkur alltaf að því af hverju við erum að setja upp viðkomandi verk í samtímanum og reynum að finna ákveðna samfélagslega tengingu við það hverju sinni.“ 

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni á visir.is (http://www.visir.is/leikhusid-tharf-ad-vera-lifandi-og-hugrakkt-/article/2015150909951)

Reykvélin birtir bráðlega úttekt Hannesar Óla Ágústsonar um leikár stóru leikhúsanna. 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s