Macho Man á Everybody’s spectacular

static1.squarespace

Reykvélin birtir nú fyrstu umfjöllunina um verkin á sviðslistahátíðunum Lókal og Reykjavík Dance Festival. Andrea Vilhjálmsdóttir, sviðshöfundanemi, ríður á vaðið og lýsir um upplifun sinni af Macho Man eftir Katrínu Gunnarsdóttur. 

 

Á öðrum degi hátíðarinnar Every body’s spectacular sá ég sýninguna Macho Man eftir dansarann og danshöfundinn Katrínu Gunnarsdóttur. Sýningin var sú síðasta þann hátíðardaginn og ég var búin að vera á þeytingi inn og út um hátíðina. Þenkjandi manneskja sagði mér að horfa á sýninguna með leginu áður en ég labbaði inn í litla málmkennda salinn í Hafnarhúsinu – ekki beint vegna efni sýningarinnar heldur vegna þess að ég tjáði henni að ég væri þreytt í hausnum eftir daginn.

Macho Man - solo creation by Katrín Gunnarsdóttir - performed by Saga Sigurðardóttir at Tjarnarbíó Theatre. --- Photo: Photographer.is/Geirix

Photographer.is/Geirix

Ég kom mér fyrir á fremsta bekk, krosslagði fætur og setti olnbogann á læri mér og hvíldi hökuna í lófanum þannig að ég var í mjög lokaðri stellingu sem er líklega ekki góð fyrir líkamann. Meðvitundin spratt fram og ég breytti líkamsholningunni á sjálfri mér, setti báða fætur á jörðina og sat með greitt bil á milli fótleggja svo legið gæti séð í gegnum buxurnar – út um píkuna á mér. Þannig sat ég og horfði á líkamnaða karlmennsku – eða öllu heldur líkama dansarans Sögu Sigurðar formgera hreyfingar, stellingar, atgerfi og framkomu sem samfélagslega eru almennt viðurkenndar sem karllægar.

Klukkan var að ganga ellefu að kvöldi til og áhorfendur voru þöglir og einbeittir. Að mínu mati skapaðist mjög fljótlega einbeitt andrúmsloft á milli dansarans og áhorfendanna. Það var eins og sérhver hreyfing djúprar og taktfastrar öndunar Sögu hafi leitt okkur áhorfendur algerlega inn í líkamsholningu og stefnufastar hreyfingar hennar. Það skapaðist einhvers konar hugleiðsluástand þar sem ég sem áhorfandi fékk fullt frelsi til að kalla fram allar mínar hugsarnir um tvíhyggjuna sem tröllríður öllu og aðgreinir kynin – typpi og píka, karl og kona, karlmennska og kvenleiki.

Þessi tvíhyggja hefur í áraraðir verið ríkjandi og alltumlykjandi í samfélaginu á sama tíma og við erum stöðugt að reyna að brjóta hana niður eða afbyggja hugmyndir okkar um kyngervi. Hérlendis hafa nýlegar kvenréttindabaráttur skilað skömminni og konur hafa endurheimt eignarrétt yfir eigin líkama og berað brjóst sín og Reykjavík Pride minnt okkur á að ekki er hægt að flokka mannkynið í tvennt eftir kynfærum.

Verkið Macho Man var að takast á við þessa tvíhyggju með því að bretta upp á normatífa skynjun okkar gagnvart kyngervum. Mér fannst frelsandi að horfa á konu líkamna það sem talið er til karlmennsku vegna þess að á meðan ég sat með ókrosslagðar lappirnar mætti ég innri baráttu við mínar hugmyndir um kyngervi og hugmyndafræðilega aðgreiningu á milli kynjanna sem hafa áhrif á mitt eigið dagsdaglega atgerfi. Það er að ég hef upplifað að skammast mín fyrir að vera ,,strákaleg” og fundið fyrir pressu yfir að eiga að vera ,,kvenleg”. Og það er út í hött! En þar sem verkið tekst á við birtingamyndir karlmennsku í bardagaíþróttum, fitness heiminum, rokkinu og ýmsum menningarbundnum helgiathöfnum þá minnti það mig á að líkamleg atgerfi er lærð hegðun og við megum vera allskonar því við erum öll stórkostleg eins og við erum. Það eru nefnilega ekki kynfærin sem ákveða hvernig við megum eða eigum að hreyfa okkur og athafna, það erum við sjálf. Kvenlegt eða karllægt skiptir engu máli – ,,every body’s spectacular”.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s