Milky Whale – Að dansa við tónlist eða öfugt

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, danshöfundur og Árni Rúnar Hlöðversson, tónlistarmaður leiddu saman hesta sína og sköpuðu Milkywhale; dans á mörkum forma.

Fyrir sýninguna fengu áhorfendur í hönd leikskrá – sem var samt ekki leikskrá heldur lagatextar Milkywhale úr geisladiskahulstri. Þannig var tónninn gefinn; við vorum ekki bara mætt á danssýningu heldur einskonar útgáfutónleika líka.

Milkywhale var samt ekki bara tónleika,- og dansverk; heldur líka einhverskonar alter-ego höfundarins og flytjandans Melkorku sem notar vettvanginn til að kóreograffa sér leið upp á stjörnuhimininn.

Nafnið er í sjálfu sér risavaxið – hvalur í himinhvolfunum, kafandi ofan í vetrarbrautina – og fyrirheit um eitthvað stórbrotið. En þannig byrjaði einmitt verkið; Áður en Milkywhale steig á svið heyrðist rödd Melkorku sem bauð áhorfendum með í ferðalag þar sem við gætum gleymt stað og stund, við áttum að sleppa tökunum og leyfa „upplifuninni” að taka völdin.

Síðan hófust fæðingahríðirnar; poppstjarna var á leiðinni í heiminn – dansandi yfir hvítt gólf með svakalegu ljósasjóvi og vidjói, alveg eftir bókinni. Er það ekki annars þannig sem poppstjörnur fæðast?

Melkorka studdi sig við fjóra míkrafóna og oft gleymdi ég mér gjörsamlega í því að horfa á skúlptúrana sem urðu til á milli líkamans og hljóðnemans í flutningi Melkorku. Það er kunnugleg mynd sem við sjáum of oft til að taka sérstaklega eftir henni: Allar þessar poppstjörnur með allt þetta egó á öllum þessum sviðum og leikvöngum, með alla þessa míkrafóna einsog veldissprota sem ráða því hvað heyrist og hvað ekki – hvert við horfum og hvert ekki.

Verkið hvelfdist um 7 pottþétt popplög og narratívan varð til á milli númera; hvert lag átti sína eigin kórígrafíu og sögu í sjálfu sér. Um textasmíð sá Auður Ava Ólafsdóttir og ég gleymdi mér endurtekið í ljóðrænum myndlíkingum um dýr og náttúru; bæði hið smáa og mikilfenglega í tilverunni, ástina og einmannaleikann.

Við endum þessa umfjöllun raulandi síðasta viðlag Milkywhale og fylgjumst kannski með næst þegar hvalurinn stingur höfðinu niður á milli skýjanna.

„ Longing for a meaningful world

where you mean something to me”

 

-Gréta Kristín Ómarsdóttir

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s