RDF – A RETROSPECTIVE – REBEL REBEL

Allsber maður dansar kjánalega. Hann er rithöfundur og sviðslistamaður en ekki dansari. Alls ekki. Tæknilega séð. En hann tjáir okkur að hann hafi gefist upp á því að reyna að vera einlægur í skrifum sínum og vilji núna dansa. Dansa f því að það er einlægt tilheyrir augnablikinu, og upplifuninni og barnslegri tjáningunni. Til hliðar á sviðinu situr fullklædd kona, dansari og danshöfundur. Hún stýrir ljósum og hljóði. Maðurinn og konan eru hjón.

Allsberi karlmaðurinn er í krísu, eins og svo margir þessa dagana, enda kannski ekki nema von og sumir orðnir þreyttir á því, skiljanlega, hann á erfitt með að finna sig og þegar líður á dansinn kemur svo í ljós að hann hefur líka takmarkaða trú á möguleikum dansins til þess að tjá einlægni sína, til þess að miðla ókláruðum skáldsögum sínum. Við fáum lítið sem ekkert að vita um konuna, annað en það sem maðurinn segir okkur um hana en hún virðist þó vera búinað gera sér grein fyrir takmörkuðum möguleikum dansins til að tjá einlægni, það er jú hún sem stýrir þessu og veit hvert þetta fer. En það vita líka flestir, þ.e. eftir póstmóderníska beygju verksins þar sem höfundar ákveða að ýta undir kaldhæðna eiginleika þess. Og það er ekkert endilega svo slæmt, það var alveg hlegið eftir þessa beygju, en það var kannski pínu fyrirsjánlegt.
En með því að velja kaldhæðnina og djók-samt-ekki leiðina varð ætluð einlægnin einhvern vegin skilin eftir úti í kuldanum. Við erum ekkert, ekki einu sinni ekki neitt sagði allsberi maðurinn okkur, reyndar þegar hann var kominn í föt. Í þessu kjarnast að mínu mati ákveðin krísa, ekki endilega mannsins, heldur sviðslistanna. Við gerum okkur grein fyrir annmörkum póstdramatískra sviðslista og kannski erum við einmitt meðvituð um tengsl þeirrar hugmyndafræði við ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins síðustu áratuga, sem virðist ætla að fleyta okkur á spíttbáti að feigðarósnum. Við vitum að afbyggingin leiðir okkur inn í frekari afbyggingu, inn í ekkertið, í tómið og þá er bara um að gera að keyra það ástand í botn í stað þess að streitast á móti, eins og Jean Baudrillard sagði einu sinni. Það er hættulegra að dansa bara í alvörunni sjö ókláraðar skáldsögur án þess að kommenta á það en það er líka kannski ekki alveg eins fyndið. Og þetta átti náttúrlega að vera fyndið. Þess vegna var hann allsber

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s