Listin og egóið

Listin hefur verið til mjög lengi, en listamaðurinn hefur verið tiltölulega stutt á sviðinu. Einhvern tímann í árdaga kviknaði sköpunarkrafturinn hjá apategund sem var býsna lík okkar eigin. Og síðan þá höfum við verið þrælar annarlegra hvata sem fá okkur til að gera heimskulega hluti. Mála hellamyndir, málverk, mála líkamann, yrkja ljóð eða loka okkur inni í kassa.

Egó listamannsins hefur lengi vafist fyrir fólki, sér í lagi gagnrýnendum listarinnar. Og ég tek undir með þeim sem segja að það sé ekkert nema takmarkalaus frekja að ætlast til að fólk horfi á mann eða horfi á það sem maður gerir. Með því að skrifa þennan pistil hef ég sóað tíma ykkar allra sem lesa hann. Tíma sem þið fáið aldrei endurgreitt.

Það eru til þeir sem andmæla þessu. Benda á að list auki virði, ljái merkingu, auki hamingju. Sama fólk myndi segja að lestur þessa pistils geti haft eitthvað gildi fái hann ykkur til að hugsa.

Aðrir segja að listin sé fyrir listina. Hún nái handan við allt notagildi, eða ef áhrifin af neyslu hennar séu einhver; tilfinning eins og sorg eða gleði, kurteisislegur eða geðsýkislegur hlátur, þá eigi það ekki að skipta listamanninn neinu máli. Hann sé ekki að þessu til þess að gleðja þig, græta þig, og allra síst að þessu til að vekja athygli á bágri stöðu flóttamanna, mengun í Hvalfirðinum eða til að virkja öryrkja til þátttöku í samfélaginu.

Inni á milli heyrast raddir sem segja að listin sé til að fara í taugarnar á fólki. Trikkið sé að gera eitthvað sem enginn fatti, en um leið og enginn fatti það eigi listunnendur að ranghvolfa augum og brosa góðlætislega. Og að hin sanna list sé að láta þeim listlausu líða eins og þeir séu að missa af einhverju. Þeir munu verða þeir fyrstu til að segja þér að listin snúist ekki um að loka listamenn inn í kassa heldur að loka fólk út úr kassanum. Þá fyrst sé tilganginum náð.

Sjálfur tilheyri ég þeim hópi fólks sem vantreystir því að orðið list lýsi einhverju í raun og veru. Og það sé í raun bara tilviljun ein að við köllum skáldskap list en ekki íþrótt, galdur eða tímasóun. En held samt áfram að láta egóið mitt teyma mig áfram út í hverja vitleysuna á fætur annarri.

-Pælarinn

ÝttuHér

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s