Misnotkun í hlutverkaleik

<!– /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"MS 明朝"; mso-font-charset:78; mso-generic-font-family:auto; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:1 0 16778247 0 131072 0;} @font-face {font-family:Cambria; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:auto; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:3 0 0 0 1 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-ascii-font-family:Cambria; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:"MS 明朝"; mso-fareast-theme-font:minor-fareast; mso-hansi-font-family:Cambria; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:IS;} @page Section1 {size:595.0pt 842.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;}

–> 

Leikritið “Segðu mér satt” eftir Hávar Sigurjónsson er annað leikverk hans á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu. Hávar hefur skrifað fjölda verka sem sýnd hafa verið hérlendis og erlendis. Verkið var frumsýnt í Kúlunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Leikstjóri er Heiðar Sumarliðason.
Hver er sannleikurinn?
Leikritið fjallar um eldri hjón Sigrúnu (Ragnheiður Steindórsdóttir) og Karl (Árni Pétur Guðjónsson), sem eru leikarar og virðast innilokuð í leikhúsi ásamt fullorðnum syni sínum Gunnari (Sveinn Ólafur Gunnarsson) sem er í hjólastól. Þau gera upp fortíðina með því að koma sér í ótal hlutverk og svo smátt og smátt missa þau sýnina á muninum hvað sé leikur og hvað sé raunveruleiki.
Spilltir foreldrarnir rifja upp skrautlega fortíð sína með syni sínum. Lygi, öfund, kynleiðréttingar, væntumþykja og reiði eru lýsandi hugtök fyrir verkið. Sonurinn sem alla ævi hefur verið einangraður af foreldrum sínum fer að láta segja til sín og kemur þá betur í ljós hvernig foreldrarnir hafa komið fram við drenginn.


Samheldur hópur
Sveinn Ólafur sem leikur soninn, fer vel með sitt hlutverk. Hann sýnir á sér nýjar hliðar sem leikari. Persónan sem hann leikur sveiflast frá því að vera geðveikur að völdum uppeldis foreldra sinna í það að vera lítill, saklaus, forvitinn drengur sem þrátt fyrir allt langar að feta í fótspor foreldra sinna og verða leikari.
Persónan sem Árni Pétur leikur skiptir fljótlega um kyn sem gerir það að verkum að fjölskyldan tekur stakkaskiptum og ekkert verður eins og það var. Árni Pétur er kómískur í sínu hlutverki og skemmtilegt er að sjá hvernig hann blómstrar í verkinu.
Ragnheiður Steindórsdóttir fer skemmtilega með hlutverk sitt og sýnir á sér margar hliðar. Hlutverkið útheimtir mikla tækni og orku. Persónan hennar sýnir alla skapsmuni sem manneskja getur haft. Ragnheiður gerir þetta frábærlega vel.
Verkið er mikið sjónarspil og gaman er að fylgjast með leikurunum fara með hlutverk sín. Sviðsmyndin þjónaði ágætlega umgjörð verksins. Tónlistin eftir Svavar Knút Kristinsson er flott en meira hefði mátt vera af henni. Sviðslýsingin styður vel við verkið og magnar upp skemmtilega stemmingu. Sýningin er 90 mínútna löng með engu hléi sem virkar vel.
Leikfélagið Geirfugl stendur fyrir sínu.
Ísak Hinriksson

Leave a comment